Lögum um greiðsluþjónustu er ætlað að auka öryggi í greiðslumiðlun og þar með vernda viðskiptavini. Gömlu leyninúmerin standast ekki öryggiskröfur nútímans. Með sterkri auðkenningu er öryggi viðskiptavina aukið en nota þarf tvo af eftirfarandi þremur öryggisþáttum saman til að sanna á sér deili:
- Eitthvað sem einstaklingur á, t.d. sími
- Eitthvað sem einstaklingur er, t.d. fingrafar
- Eitthvað sem einstaklingur veit, t.d. PIN
Eins og er geta einstaklingar í viðskiptum við okkur valið á milli þess að nota fingrafar, andlitsgreiningu, rafræn skilríki í síma og Auðkennisappið við sterka auðkenningu. Bankinn fylgist vel með tækninýjungum og mun vafalaust bæta við fleiri öruggum leiðum á næstu árum. Við nýtum fjölmargar leiðir til að efla varnir bankans og auka þannig öryggi viðskiptavina við notkun rafrænna lausna.“