Þegar við mótum fræðsludagskrá ársins horfum við til framtíðar og tökum mið af þeirri færni og þekkingu sem líklegt er að verði þörf fyrir á komandi árum.
Við leggjum líka mikla áherslu á að virkja einstaklinginn í eigin þroska og þróun, bæði faglega og persónulega. Þannig erum við með gagnvirkt fræðslutorg þar sem fólk getur fylgst með eigin námsferli og þar er fjölbreytt efni í boði, bæði staðkennsla og rafræn fræðsla. Þar að auki stendur starfsfólki til boða að fá endurgreiddan kostnað vegna annars náms. Við leggjum talsvert upp úr innri markaðssetningu á fræðsluefninu og það hefur aldeilis skilað sér – á árinu 2024 fjórfaldaðist þátttaka í valfrjálsri fræðslu! Öflug fræðslumenning undirbyggir framþróun, bæði í leik og starfi og við erum hvergi nærri hætt.“