
Sjálfbærni og samfélag
Jákvæð áhrif á samfélagið
Við erum leiðandi í sjálfbærni, metnaðarfullur þátttakandi í umræðunni um efnahagsmál og öflugur útgefandi fræðslu af ýmsum toga. Markmið okkar er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og að vera eftirsóttur vinnustaður.

Ör þróun í sjálfbærni
Árið 2024 héldum við sjálfbærnidag Landsbankans í þriðja sinn, áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar í fjórða skiptið og fengum staðfestingu á vísindalegum losunarmarkmiðum.

Skipuleg og skilvirk nálgun
Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar. Við höldum áfram að greina kolefnisspor okkar og áhrif á samfélagið.

Áhersla á gagnsæja upplýsingagjöf
Sjálfbærniuppgjör Landsbankans fyrir árið 2024 veitir upplýsingar um sjálfbærnimál bankans. Við gerð þess var í fyrsta sinn horft til Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) tilskipunarinnar og leiðbeininga evrópska sjálfbærniskilastaðalsins European Sustainability Reporting Standards (ESRS).

Metnaður og þróun í mannauðsmálum
Mannauðsmál eru samofin öllum verkefnum og árangri Landsbankans. Metnaður og vöxtur starfsfólks myndar grunninn að þeirri árangursdrifnu vinnustaðamenningu sem einkennir bankann.

Öflugur stuðningur um allt land
Við tökum þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Stefna bankans er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og við horfum til þess að styðja við íþróttastarf, menningu og listir til viðbótar við sjálfbærni, góðgerðarmál og menntamál.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.