Stjórn og stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila og stuðla að hlutlægni, heilindum, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun bankans.

Fjölskylda úti í náttúru

Bankaráð Landsbankans er kjörið á aðalfundi til eins árs í senn. Kjörnir eru sjö aðalmenn og tveir varamenn.

Bankaráð hefur yfirumsjón með starfsemi bankans í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Bankaráð mótar almenna stefnu bankans og skal sjá til þess að skipulag og starfsemi bankans sé jafnan í réttu horfi. Bankaráð hefur einnig með höndum almennt eftirlit með rekstri bankans og tryggir að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins.

Bankaráð

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs

Helga Björk Eiríksdóttir

Formaður bankaráðs
Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs

Berglind Svavarsdóttir

Varaformaður bankaráðs
Elín H. Jónsdóttir, bankaráðsmaður

Elín H. Jónsdóttir

Bankaráðsmaður
Guðbrandur Sigurðsson, bankaráðsmaður

Guðbrandur Sigurðsson

Bankaráðsmaður
Guðrún Ó. Blöndal, bankaráðsmaður

Guðrún Ó. Blöndal

Bankaráðsmaður
Helgi Friðjón Arnarson, bankaráðsmaður

Helgi Friðjón Arnarson

Bankaráðsmaður
Þorvaldur Jacobsen, bankaráðsmaður

Þorvaldur Jacobsen

Bankaráðsmaður

Fjórar undirnefndir starfa á vegum bankaráðs: Endurskoðunarnefnd, Áhættunefnd, Starfskjaranefnd og Sjálfbærninefnd sem er ný nefnd sem var sett á laggirnar árið 2023. Helstu verkefni Sjálfbærninefndar eru stefnumörkun í sjálfbærni, þróun og stöðlun sjálfbærnimælikvarða, birting og miðlun sjálfbærniupplýsinga, hlítni við gildandi lög og reglur um sjálfbærni ásamt símenntun stjórnar um sjálfbærni. Hlutverk undirnefndanna er m.a. að undirbúa umfjöllun bankaráðs á tilteknum starfssviðum og annast nánari athugun á málum sem þeim tengjast.

Framkvæmdastjórn

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri

Lilja Björk Einarsdóttir

Bankastjóri
Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatækni

Arinbjörn Ólafsson

Framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs
Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs

Árni Þór Þorbjörnsson

Framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs
Bergsteinn Ó. Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar

Bergsteinn Ó. Einarsson

Framkvæmdastjóri Áhættustýringar
Eyrún Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar

Eyrún Anna Einarsdóttir

Framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs

Helgi Teitur Helgason

Framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála

Hreiðar Bjarnason

Framkvæmdastjóri Fjármála
Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar

Sara Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri Samskipta og menningar

Framkvæmdastjórn er vettvangur samráðs og ákvörðunartöku af hálfu bankastjóra og framkvæmdastjóra sviða bankans. Framkvæmdastjórn annast framkvæmd stefnumótunar og skal sjá til þess að rekstur bankans sé í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Bankastjóri hefur auk þess skipað fjórar þverfaglegar fastanefndir, skipaðar framkvæmdastjórum og öðrum stjórnendum, með það að markmiði að tryggja samstarf og framkvæmd á stefnu bankans. Þær eru: Lánanefnd, Áhættu- og fjármálanefnd, Rekstraráhættunefnd og Verkefnanefnd.

Innri endurskoðandi og regluvörður

Þórður Örlygsson, innri endurskoðandi Landsbankans

Þórður Örlygsson

Innri endurskoðandi
Sunna Ó. Friðbertsdóttir, regluvörður Landsbankans

Sunna Ó. Friðbertsdóttir

Regluvörður
Landslag

Stjórnarháttayfirlýsing

Landsbankinn fylgir „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins og tóku gildi 1. júlí 2021.

Í stjórnarháttayfirlýsingunni, sem birt er með ársreikningi bankans, er m.a. fjallað um helstu þætti áhættustjórnunar og innra eftirlit, setningu og starfsemi bankaráðs og um framkvæmdastjórn.

Skipulag Landsbankans

Skipulag Landsbankans miðar að því að tryggja traustan og hagkvæman rekstur um leið og sköpuð eru tækifæri til árangursríkrar samvinnu deilda og hópa. Áhersla er lögð á að starfsfólk geti sinnt sameiginlegum verkefnum, þvert á svið og deildir, og deilt og notið þekkingar hvers annars. Við störfum sem ein heild með hag og ánægju viðskiptavina að leiðarljósi.

Skipurit Landsbankans

Einstaklingar

Einstaklingssvið annast alla þjónustu vegna fjármála einstaklinga, þ.m.t. þróun á stafrænum lausnum. Lögð er áhersla á að veita framúrskarandi þjónustu sem byggir á hagnýtingu gagna bankans. Við viljum að viðskiptavinir geti fengið persónulega ráðgjöf í útibúum og sinnt öllum helstu bankaerindum eftir stafrænum þjónustuleiðum. Þjónusta við minni og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni er í höndum viðkomandi útibúa í náinni samvinnu við Fyrirtækjasvið.

Fyrirtæki

Þjónusta og fjármögnun fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir er á höndum Fyrirtækjasviðs. Aukin áhersla er lögð á stafræna þjónustu, sér í lagi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, auk aðgerða í sjálfsafgreiðslu. Sérhæfðir viðskiptastjórar annast þjónustu við fyrirtæki og lögaðila í öllum greinum íslensks atvinnulífs. Fyrirtækjasvið veitir einnig yfirgripsmikla og vandaða ráðgjöf um kaup, sölu og samruna fyrirtækja.

Eignastýring og miðlun

Eignastýring og miðlun býður efnameiri einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum aðstoð við að finna réttu lausnirnar í fjárfestingum og eignauppbyggingu. Boðið er upp á víðtæka þjónustu á sviði eignastýringar, bæði í formi einkabankaþjónustu og fagfjárfestaþjónustu, auk þjónustu sem snýr að sölu og miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiðna fyrir fagfjárfesta og stærri viðskiptavini. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir.

Fjármál

Fjármögnun bankans, lausafjárstýring og viðskiptavakt er í höndum sviðs Fjármála. Uppgjör, bókhald og áætlanagerð heyra einnig undir sviðið, ásamt lána- og viðskiptaumsjón og málefni sem tengjast sjálfbærni.

Upplýsingatækni

Upplýsingatæknisvið ber ábyrgð á rekstri, öryggi og framþróun stafrænna innviða bankans. Starfsemin einkennist af þverfaglegu samstarfi og samvinnu við önnur svið bankans í því að veita og þróa framúrskarandi tæknilausnir og stafræna þjónustu. Rík áhersla er lögð á að efla hagnýtingu gagna í öllu starfi bankans og að tryggja að bankinn verði áfram leiðandi í hagnýtingu upplýsingatækni á íslenskum fjármálamarkaði.

Áhættustýring

Áhættustýring ber ábyrgð á virkni áhættustjórnunarumgjarðar samstæðunnar. Sviðið ber einnig ábyrgð á upplýsingagjöf um áhættustöður til mismunandi deilda og nefnda innan bankans og ytri eftirlitsaðila.

Samskipti og menning

Sviðið bar áður heitið Samfélag en samhliða skipulagsbreytingum árið 2023, sem fólust m.a. í því að sjálfbærniteymið færðist undir sviðið Fjármál, var heitinu breytt í Samskipti og menning. Nýja heitið vísar bæði til innri og ytri samskipta og til þess að sviðið gegnir lykilhlutverki við að móta og hlúa að vinnustaðamenningunni. Undir sviðið falla mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, hagfræðigreining, rekstur á eignum bankans, öryggismál og starfsemi mötuneytis.

Regluvarsla, Lögfræðiþjónusta og Stefnumótun og ferlar

Þvert á bankann starfa þrjár deildir sem heyra beint undir bankastjóra. Regluvarsla viðhefur áhættumiðað innra eftirlit með því að stjórnendur og starfsfólk starfi í samræmi við þær stefnur, reglur og ferla sem bankinn hefur sett sér. Lögfræðiþjónusta veitir lögfræðiráðgjöf til allra deilda og sviða bankans til þess að stuðla að því að bankinn starfi í samræmi við lög og reglur. Stefnumótun og ferlar styður bankastjóra við gerð stefnumótunar, viðskiptaáætlunar og framgang þeirra markmiða sem bankinn setur og viðheldur samræmdri sýn á starfsemina. Sameiginlegt hlutverk þessara eininga er stuðla að skýrri mótun á stefnu bankans til framtíðar, efla góða stjórnarhætti og styðja við að bankinn starfi í samræmi við ytra og innra regluverk á hverjum tíma.  

Innri endurskoðun

Innri endurskoðun er sjálfstæð og óháð starfseining sem heyrir beint undir bankaráð. Hlutverk deildarinnar er að auka og vernda virði Landsbankans með áhættumiðaðri og hlutlægri staðfestingu, ráðgjöf og innsæi. Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum.

Kaffibolli

Eignir seldar á árinu 2023

Landsbankinn hefur sett sér skýra stefnu um sölu eigna og er henni ætlað að stuðla að gagnsæi og trúverðugleika við eignasölu og efla þannig traust til bankans.

Verðbréf og aðrir fjármálagerningar sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði eru seldir á markaði og telst slík sala fela í sér opið söluferli. Slík viðskipti eru því undanskilin í töflu um seldar eignir.

Á árinu 2023 seldi Landsbankinn 22 fullnustueignir, sex bifreiðar, hluti í tveimur óskráðum félögum og 182 listmuni. Heildarsöluverðmæti þessara eigna nam um 519 milljónum króna.

Árið 2009 lét menntamálaráðuneytið gera listfræðilegt mat á listaverkasafni bankans. Lagt var til að verk í flokki I yrðu þjóðareign, verkum í flokki II yrði ekki ráðstafað án samráðs við Listasafn Íslands og verk í flokki III yrðu boðin að láni til menningarstofnana. Önnur verk féllu utan við matið og bankanum var frjálst að ráðstafa þeim án kvaða. Síðan hafa verk sem voru í eigu sparisjóða sem bankinn hefur sameinast bæst við safnið og hefur sambærilegt mat verið lagt á þau. Árið 2019 voru alls um 2.200 listmunir í eigu bankans, aðallega málverk, en einnig keramikgripir, eftirprentanir, ljósmyndir og fleira. Um 1.600 verk féllu utan ofangreindra þriggja flokka og einungis verk utan þeirra hafa verið eða verða seld. Söluverðmæti verkanna sem voru seld á árinu 2023 var samtals 10,5 milljónir króna, að teknu tilliti til sölulauna. Salan fór fram í opnu söluferli (netuppboð).

Eignir seldar árið 2023FjöldiSamtals söluverð
Íbúðir258.250.000 kr.
Lóðir258.000.000 kr.
Atvinnuhúsnæði2265.000.000 kr.
Jarðir123.000.000 kr.
Sumarhúsalóðir716.800.000 kr.
Annað18210.516.600 kr.
Seldir hlutir í óskráðum félögum262.317.674 kr.
Bílar og tæki1424.769.400 kr.
Samtals212518.653.674 kr.

Í árslok 2023 voru eignarhlutir í tólf óskráðum félögum í sölumeðferð. Eignarhlutirnir eru ýmist í eigu Landsbankans eða Hamla fyrirtækja ehf., dótturfélags bankans. Upplýsingar um eignarhlutina eru m.a. birtar á vef bankans.

Eignir til sölu í árslok 2023

Alls voru 125 fullnustueignir bankans skráðar til sölu 31. desember 2023. Bókfært verðmæti þeirra var um 175 milljónir króna.

Fullnustueignir í sölumeðferð í árslok 2023
Lóðir fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði 6
Sumarhúsalóðir 116
Jarðir 3
Samtals 125

Sala á eignarhlutum í Frumtaki I og Frumtaki GP

Landsbankinn seldi á árinu 7,4% eignarhlut sinn í Frumtaki I. Söluverðið var um 59 milljónir króna. Auk þess var seld 19% eign bankans í Frumtaki GP og var söluverðið 3,4 milljónir króna.

Við sölu á hlutum í Frumtaki I og Frumtaki GP var vikið frá meginreglunni um opið söluferli og var það gert með samþykki bankaráðs og í samræmi við reglur bankans um sölu eigna.

Bankinn seldi eina bifreið án auglýsingar og var söluverð, sem byggði á verðmati frá bílasala, 5,2 milljónir króna.

 

 

 

 

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur