Áhersla á gagnsæja upplýsingagjöf
Sjálfbærniuppgjör Landsbankans fyrir árið 2024 veitir upplýsingar um sjálfbærnimál bankans. Við gerð þess var í fyrsta sinn horft til Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) tilskipunarinnar og leiðbeininga evrópska sjálfbærniskilastaðalsins European Sustainability Reporting Standards (ESRS).

CSRD-tilskipunin hefur verið innleidd í Evrópusambandinu og verður innleidd í löndum sem eru aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Í ljósi þess ákvað bankinn að hverfa frá því að gera sjálfbærniuppgjör út frá viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) og byggja þess í stað á evrópsku sjálfbærniskilastöðlunum (ESRS) sem CSRD-tilskipunin gerir kröfu um að nota. Þannig erum við vel í stakk búin til að uppfylla kröfur tilskipunarinnar þegar hún verður innleidd á Íslandi.
Árs- og sjálfbærniskýrslan gegnir hlutverki framvinduskýrslu til UN Global Compact, hnattræns samkomulags Sameinuðu þjóðanna. Við munum áfram styðja við hnattræna samkomulagið og fylgja viðmiðum þess. Við skilum einnig sérstakri útgáfu af framvinduskýrslu til hnattræns samkomulags SÞ á vefsvæði þeirra.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.