Fjölskylda úti í náttúrunni

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023

Landsbankinn skilaði traustri afkomu árið 2023 og bankinn er vel fjármagnaður. Við héldum áfram að fjölga nýjum og spennandi lausnum sem auðvelda viðskiptavinum lífið, erum leiðandi í opna bankakerfinu og efst í Ánægjuvoginni á meðal viðskiptavina á bankamarkaði fimmta árið í röð. Grunnreksturinn er sterkur og kostnaðarhlutfallið hefur aldrei verið eins lágt og nú. Stuðningur og þjónusta bankans við atvinnulífið, einstaklinga og heimili hefur jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Einstaklingar í virkum viðskiptum
0
0%
Viðskiptavinir sem spara í appi
0
0%
Notendur Landsbankaappsins
0
0%
Innlán
0 ma.kr.
0%
Notkun á Aukakrónum
0 millj.
0%
Útlán til fyrirtækja
0 ma.kr.
0%
Takk fyrir!

Fimm ár í röð!

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, fimmta árið í röð.

46,5%

erlendrar fjármögnunar er græn

81%

ráðgjafar á fjarfundum veitt á landsbyggðinni

Rúmlega 14.000 viðskiptavinir bókuðu tíma í ráðgjöf hjá okkur á árinu 2023. Mikill meirihluti ráðgjafarinnar var veittur af starfsfólki okkar á landsbyggðinni.

Forysta

Opna bankakerfið er mætt

Sumarið 2023 gerðum við viðskiptavinum mögulegt að vera með bankareikningana, bæði hjá okkur og í öðrum bönkum, á einum og sama staðnum - í appinu okkar.

46%

af fjárhæð bílalána er vegna rafbíla

≈2.100

fyrirtæki komu í viðskipti

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs

Það var þrautseigja og kraftur í íslensku efnahagslífi á árinu 2023, þrátt fyrir krefjandi áskoranir. Þótt hægt hafi á hagvexti eru horfurnar fyrir árið 2024 ágætar, að því gefnu að það takist að ná niður verðbólgu og skapa forsendur fyrir vaxtalækkunum.

Ávarp formanns bankaráðs
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri

Árið 2023 var afar gott rekstrarár hjá bankanum en líka ár mikilla tímamóta. Við erum stolt af því að viðskiptavinir eru ánægðastir með bankaþjónustu Landsbankans og ætlum að halda áfram að einfalda þeim lífið og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Ávarp bankastjóra

Hagnaður Landsbankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 17,0 milljarða króna á árinu 2022. Arðsemi eigin fjár var 11,6% á árinu 2023 eftir skatta, samanborið við 6,3% arðsemi árið áður.

Hagnaður (ma.kr.)
33,2
Arðsemi eigin fjár
11,6%
Eiginfjárhlutfall
23,6%
Stelpa í síma
Stöðug framför

Landsbankinn leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu og hefur undanfarin ár lagt sérstaka áherslu á þróun Landsbankaappsins.

Kona með hesta
Eignastýring og miðlun

Hátt vaxtastig, þrálát verðbólga og væntingar um áframhaldandi mikla verðbólgu og erfiðar samningaviðræður á vinnumarkaði næstu misseri höfðu mikil áhrif á markaðsaðstæður á árinu 2023.

Stelpur úti í náttúru
Styðjum við samfélagið

Við tökum þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu og leggjum okkur sérstaklega fram við að veita brautargengi ólíkum verkefnum og samtökum víðs vegar um landið

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur