
Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024
Góð rekstrarafkoma ársins 2024 byggir á traustum grunni og með vaxandi stærðarhagkvæmni getur bankinn stutt enn betur við viðskiptavini, verðmætasköpun og fjárfestingar. Við setjum ánægju viðskiptavina í fyrsta sæti og erum sífellt að þróa og bæta þjónustuna, hvort sem fólk kýs að nýta sér hana í gegnum Landsbankaappið, á fjarfundum, í útibúum eða með öðrum hætti. Landsbankinn er traustur banki fyrir farsæla framtíð.
Viðskiptavinir sem spara í appi
Innlán
Söfnun á Aukakrónum
Útlán til fyrirtækja
Eignir í stýringu
Notendur Landsbankaappsins
757 ný fyrirtæki í færsluhirðingu
Færsluhirðing Landsbankans hefur stimplað sig rækilega inn með sterkum tæknilausnum og framúrskarandi þjónustu.
gera lífeyrissamning í Landsbankaappinu
Ellí svarar
Spjallmennið Ellí afgreiðir 60% af erindum í netspjallinu og 88% af viðskiptavinum sem gefa einkunn eru ánægðir með Ellí.
Sífellt betra Landsbankaapp
Við héldum áfram að bæta við nýjungum í Landsbankaappið og gera þjónustu bankans enn notendavænni og auðveldari í notkun. Notkun á appinu jókst og ánægja notenda er mikil.
íbúðir sem við fjármögnuðum
erlendrar fjármögnunar er græn

Íslensk heimili og fyrirtæki eiga mikið undir efnahagslegum stöðugleika og að sama skapi skiptir miklu máli að hér verði áfram góð skilyrði fyrir verðmætasköpun sem stuðlar að hagsæld samfélagsins.

Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2024 og bankinn náði öllum helstu markmiðum sínum, hvort sem þau lúta að þjónustu við viðskiptavini, fjárhag eða rekstri. Við leggjum mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu, bæði í gegnum appið og aðrar tæknilausnir sem og í útibúum um allt land.
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna á árinu 2023. Arðsemi eigin fjár var 12,1% á árinu 2024 eftir skatta, samanborið við 11,6% arðsemi árið áður.
Hagnaður (ma.kr.)
Arðsemi eiginfjár
Eiginfjárhlutfall

Kjarninn í stefnu Landsbankans, Landsbanki nýrra tíma, er að einfalda líf viðskiptavina með aðgengilegri, öruggri en jafnframt mannlegri bankaþjónustu.

Á árinu 2024 héldum við áfram að bæta við nýjungum í Landsbankaappið og gera þjónustu bankans enn notendavænni.

Við erum leiðandi í sjálfbærni, metnaðarfullur þátttakandi í umræðunni um efnahagsmál og öflugur útgefandi fræðslu af ýmsum toga.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.