Í starfi mínu hjá bankanum hef ég oft fengið að vera með alveg frá því að kennitalan er stofnuð eða hugmyndin kviknar og hef unnið með mörgum frábærum fyrirtækjum. Ég hef kynnst því í gegnum starfið hversu mikinn kraft, hugmyndaauðgi og dugnað þarf til að hefja rekstur, halda fyrirtækinu gangandi og láta það dafna.
Það getur verið flókið og áhættusamt að stækka fyrirtæki og okkur langaði til að fá góða viðskiptavini, sem hafa náð miklum árangri hvert á sínu sviði, til að deila reynslu sinni með öðrum. Því buðum við til fundar í bankanum í Reykjastræti í nóvember þar sem umfjöllunarefnið var hvernig hægt er að stækka fyrirtækið sitt. Á fundinum ræddi Knútur Rafn Ármann um Friðheima sem hann og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, stofnuðu árið 1995. Sindri Jensson, annar stofnanda og meðeigandi Húrra Reykjavík, fjallaði um mikinn og fjölbreyttan vöxt fyrirtækisins og Leifur Dam Leifsson sagði okkur frá GG Sport sem hann stofnaði með Tómasi Jóni Sigmundssyni í 18 fermetra bílskúr en er nú ein vinsælasta útivistarverslun landsins. Hátt í 200 manns sóttu fundinn sem var mjög vel heppnaður og frábært að fá svona reynslusögur beint í æð.“